Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.
Halldór LaxnessTags: brekkukotsannáll
Eins var algengt hjá okkur ef spurt var um líðan einhvers manns: iss hann er feitur; en það þýddi að honum liði vel, eða einsog sagt mundi vera í Danmörku, að hann væri hamingjusamur. Ef einhverjum leið illa, þá var sagt sem svo: æ það hálfsér á honum; og væri sá nær dauða en lífi sem um var rætt, þá var sagt: æ það er í er í honum einhver lurða. Ef einhver var um það bil að verða ellidauður, þá var sagt: æjá hann er hættur að bleyta smjörið. Um þann sem lá banaleguna var sagt: já hann er nú að berja nestið auminginn. Um dauðvona ungling var sagt að það liti ekki út fyrir að hann ætti að kemba hærurnar.
Halldór LaxnessTags: death humour brekkukotsannáll laxness
Page 1 of 1.
Data privacy
Imprint
Contact
Diese Website verwendet Cookies, um Ihnen die bestmögliche Funktionalität bieten zu können.