Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.

Halldór Laxness

Mots clés beauty-in-nature



Aller à la citation


En þeir sem voru snemma á fótum morguninn eftir urðu þeirrar huggunar aðnjótandi að sjá Pétur Pálsson ríða heim af fjalli, að vísu aðþreingdan nokkuð, ákaflega moldugan, hattlausan, tannlausan, og loníettulausan, en þó óneitanlega í tiltölulega ómyrtu ásigkomulagi.

Halldór Laxness

Mots clés humor heimsljós



Aller à la citation


Og nú heldur hann þeir svensku séu ekki jafngáfaðir og hann. Ég skal segja þér: þeir eru gáfaðri en hann, þeir eru svo gáfaðir að einginn kraftur fær þá til að trúa því að það samsafn af lúsugum betlurum norðrí raskati, sem kallar sig íslendinga og nú eru bráðum allir dauðir guðisélof, hafi skrifað fornsögurnar.

Halldór Laxness

Mots clés humor



Aller à la citation


Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.

Halldór Laxness

Mots clés murder death humour Íslandsklukkan



Aller à la citation


Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.

Halldór Laxness

Mots clés brekkukotsannáll



Aller à la citation


Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili.

Halldór Laxness

Mots clés bjartur



Aller à la citation


For man is essentially alone, and one should pity him and love him and grieve with him.

Halldór Laxness


Aller à la citation


Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.

Halldór Laxness

Mots clés Íslandsklukkan



Aller à la citation


He continued on, on to the glacier, towards the dawn, from ridge to ridge, in deep, new-fallen snow, paying no heed to the storms that might pursue him. As a child he had stood by the seashore at Ljósavík and watched the waves soughing in and out, but now he was heading away from the sea. "Think of me when you are in glorious sunshine." Soon the sun of the day of resurrection will shine on the bright paths where she awaits her poet.
And beauty shall reign alone.

Halldór Laxness


Afficher la citation en allemand

Montrer la citation en français

Montrer la citation en italien

Aller à la citation


Eins var algengt hjá okkur ef spurt var um líðan einhvers manns: iss hann er feitur; en það þýddi að honum liði vel, eða einsog sagt mundi vera í Danmörku, að hann væri hamingjusamur. Ef einhverjum leið illa, þá var sagt sem svo: æ það hálfsér á honum; og væri sá nær dauða en lífi sem um var rætt, þá var sagt: æ það er í er í honum einhver lurða. Ef einhver var um það bil að verða ellidauður, þá var sagt: æjá hann er hættur að bleyta smjörið. Um þann sem lá banaleguna var sagt: já hann er nú að berja nestið auminginn. Um dauðvona ungling var sagt að það liti ekki út fyrir að hann ætti að kemba hærurnar.

Halldór Laxness

Mots clés death humour brekkukotsannáll laxness



Aller à la citation


« ; premier précédent
Page 6 de 7.
suivant dernier » ;

©gutesprueche.com

Data privacy

Imprint
Contact
Wir benutzen Cookies

Diese Website verwendet Cookies, um Ihnen die bestmögliche Funktionalität bieten zu können.

OK Ich lehne Cookies ab